Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

9.umf Jörgen ryðst upp töfluna.


Já plottið hjá Tækklaranum með Hinn ósigraða virkaði og Gunni kallinn fór á límingunum.

Hálfgerður jójó leikur

a.lið Jói,Jón,Jörgen,óli
b.lið Dabbi,Fúsi,Gunni,Matti



Já þetta var svolítið furðulegur leikur.Í fyrsta skipti í langann tíma byrjaði lið Tækklarans þokkalega og skoraði allavega tvö fyrstu mörkin en lentu síðan undir og voru undir fyrstu 20 mín.Ekki veit ég hvort að áhorfendafjöldinn ( 3 ) var að setja einhverja pressu á leikmenn eða hvað en mikið var um spörk út í loftið og ekki mjög fallegann fótbolta.Einhver losarabragur var líka á uppstillingum liðanna beggja.En aftur að leiknum á næstu 7 mín. náðu a.liðar að jafna leikinn og komast yfir en það stóð stutt yfir og komu b.liðar sér inn í leikinn aftur fljótlega og komust í þetta þrjú til fjögur mörk yfir og héldu þvi nokkuð lengi.Ekki voru nema rúmar tíu mín. eftir þega a.liðið hrökk í gang og skoraði 5 ljótustu mörk sem skoruð hafa verið í röð og það á stuttum tíma og héldu sér síðan fyrir ofan b.menn og unnu loks leikinn með 4 mörkum.

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

8.umf Miklar hræringar í gangi


Já taflan breytist svolítið við þetta maður.

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Gunnar er enn taplaus

a.lið Gunnar,Jón,Jörgen,Matti
b.lið Dabbi,Fúsi,Jói,Óli

Já liðin í kvöld breyttust lítið Gunnar skipti við Fúsa en annað var eins.Fertugu mennirnir byrjuðu betur og komust fljótlega í 3 mörk en eins og vanalega núorðið gekk a.liðinu illa að finna netmöskvana framan af og kom þeirra fyrsta mark eftir 10 mínútur.Ströggluðu nú a.menn við það að komast inn í leikinn en gekk rólega.Hinir fertugu reyndu að halda uppi tempoinu í leiknum og voru mikil hlaup fyrstu 20 mínúturnar.Eftir að mig minnir tuttugu og sjö mín. og gagngerar endurbætur á uppstillingu þá voru Gunnar hinn ósigraði og kappar hans loksins komnir yfir og þá forustu létu þeir ekki af hendi út allan tímann.Eins og vanalega þegar þeir unitedliðar eru ekki gekk tíminn mest út á fótbolta og minna út á vippur og annað rugl.Nema kannski að Jói reyndi að minnsta kosti 2 yfir bróður sinn en hinn ósigraði sá við honum á ævintýralegan hátt.Frábærar umræður á netinu verða vonandi eftir þennann tíma eins og aðra undanfarið.Tafla á morgun bæbæ

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

7.umf Óbreytt staða vonandi rematch


Ekki spurning ég myndi vilja fá séns a að spila þennann aftur!!!

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Þeir verða ekki skritnari leikirnir

a.lið Jón,Fúsi,Dabbi,Jörgen
b.lið Jói,Gunni,Óli,Matti


Já þessi tími var magnaður á alla vegu.Hann byrjaði á því að Tækklarinn klikkaði á frekar góðu færi og síðan komu þrjú mörk frá Matta í röð.Félögunum í a.liðinu gekk ekki mjög vel upp við markið Fúsi fann ekki netmöskvana og vörnin var í messi á meðan gekk flest upp hjá b.liðinu.Þeir spiluðu ágætlega saman og Matti og Óli skoruðu þar sem þeir vildu.En a.genginu tókst að halda í við þá og héldust þetta þremur til fjórum mörkum fyrir aftan en komust svo inn í leikinn og náðu svo að komast einu yfir í stuttann tíma.Allan þennan tíma var félagi Fúsi að reyna og reyna en kom boltanum bara ekki inn.Með seiglu og að ég held tveimur klobbum í netið frá Matta og líka þremur vippum yfir alla nema Fúsa komust b.liðar aftur í fjögurra marka forustu.Sennilega um 15 mín. eftir og þá kviknaði loks á a.liðinu og mörkunum hreinlega rigndi inn.Þegar átta mín. eru eftir skorar loks Fúsi og kemur a. í tvö yfir og tveimur mín. seinna er staðan orðin sex í plús...Leikurinn að sjálfsögðu löngu búinn og málið dautt er það ekki ? Það héldu allavegana flestir a.liðar en svo var nú aldeilis ekki.Með smá skammt af þrauseigju dash af heppni og fáranlegri vippu frá Matta tókst þeim b.mönnum að jafna helv. leikinn fjórum sekúndum fyrir leikslok.
Þetta er nú leikurinn í hnotskurn en ég ætlast til þess að menn komi nú duglegir að lyklaborðinu og tjái sig um einstök atriði,ég veit að ég ætla allavegana að gera það á morgunn.

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

6.umf Baráttan á toppnum harðnar




En magnað að sjá hvað Gunni hefur nýtt sína mætingu vel.

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Sirkusinn mætir i boltann

a.lið Gunnar,Jón,Jörgen,Matti
b.lið Dabbi,Jói,Óli,Guðni


Eitthvað fataðist Tækklaranum í uppröðun fyrir dráttinn í kvöld og vonar hann að það komi ekki fyrir aftur.En boltinn byrjaði og b.menn skoruðu eitt mark fyrstu níu mínúturnar a.liðið ekkert.Síðan komu reyndar þrjú á sömu mínútunni og staðan var orðin jöfn.Gunni var með bæði mörk a.liðsins og átti eftir að skora úr flestum skotum sínum næsta korterið.í þessum tíma eins og í fleirum sem annar eða báðir unitedliðarnir mæta í upphófst nú sirkusinn þar sem Koeman var reyndar í aðalhlutverki sjálfur þ.e. hann var klobbaður, Gunni skallaði yfir hann (vippa) og hann fékk á sig þessa fínu vippu líka sem hann reyndar neitaði staðfastlega.Að vísu átti hann líka mark tímans þegar hann vippaði með snúning á endalínunni meter frá markinu yfir Júgóvits sem hélt að boltinn kæmist alls ekki inn úr þessu færi.Einnig átti Jói flott skot utan af velli fram hjá Tækklaranum og uppí sammarann og inn.En áfram með tímann b.liðar byrjuðu betur og voru á tímabili fjóra yfir að mig minnir en þá breyttu a.menn uppstillingunni á liðinu,Jörgen fór í markið Matti á miðjuna og allt small saman og þeir fóru að saxa á forskotið og komust loksins yfir og síðan framúr.Eftir þetta var forystan ekki látin af hendi en það munaði ekki miklu á tímabil en tíminn endaði síðan með þriggja marka sigri a.liðsins.

mánudagur, febrúar 05, 2007

5.umf Óli kominn á toppinn





Já ágætis hreyfing á töflunni.Taflan er samt ekki sett upp svona sein vegna stöðubreytinga á toppnum.