Fyrsti tapleikur Tækklarans.
a.lið Jón,Jörgen,Dabbi,Peter
b.lið Fúsi,Óli,Matti,Jói
Það gekk ýmislegt á í tíma kvöldsins.Gunni mætti ekki og varð að kalla á fimmta varamann Peter the Polish baker.Jörgen þurfti að nota dolluna og Ísland tapaði fyrir Dönum.Allt hlutir sem skiptu sem betur fer ekki miklu fyrir fótboltann.Þeir fertugu og félagar byrjuðu betur og virtist a.liðum gjörsamlega ómögulegt að skora,Eftir 25 mínútur höfðu þeir skorað þrjú segi og skrifa þrjú mörk!!! og voru komnir 5 undir.Semsagt búnir að standa sig sæmilega í vörninni en hörmulegir í sókn.Eftir hinar ýmsustu breytingar á vörninni fóru hlutirnir á smá skrið og aðeins byrjaði að saxast á forskot b.manna.Nú fóru menn líka að skora meir en í byrjun í báðum liðum.Fúsi og Óli voru duglegir að vanda en Jói og Matti létu þó sitt ekki eftir liggja.En samt söxuðu a.liðar á og seigluðust meira að segja framúr og komust einu yfir á tímabili en það stóð þó ekki lengi.Fljótlega eftir það gáfu þeir 4 mörk í röð og náðu sér ekki upp úr því og leikurinn endaði með fjögurra marka sigri hins ósigraða Óla og félaga hans.