Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Fyrsti tapleikur Tækklarans.

a.lið Jón,Jörgen,Dabbi,Peter
b.lið Fúsi,Óli,Matti,Jói

Það gekk ýmislegt á í tíma kvöldsins.Gunni mætti ekki og varð að kalla á fimmta varamann Peter the Polish baker.Jörgen þurfti að nota dolluna og Ísland tapaði fyrir Dönum.Allt hlutir sem skiptu sem betur fer ekki miklu fyrir fótboltann.Þeir fertugu og félagar byrjuðu betur og virtist a.liðum gjörsamlega ómögulegt að skora,Eftir 25 mínútur höfðu þeir skorað þrjú segi og skrifa þrjú mörk!!! og voru komnir 5 undir.Semsagt búnir að standa sig sæmilega í vörninni en hörmulegir í sókn.Eftir hinar ýmsustu breytingar á vörninni fóru hlutirnir á smá skrið og aðeins byrjaði að saxast á forskot b.manna.Nú fóru menn líka að skora meir en í byrjun í báðum liðum.Fúsi og Óli voru duglegir að vanda en Jói og Matti létu þó sitt ekki eftir liggja.En samt söxuðu a.liðar á og seigluðust meira að segja framúr og komust einu yfir á tímabili en það stóð þó ekki lengi.Fljótlega eftir það gáfu þeir 4 mörk í röð og náðu sér ekki upp úr því og leikurinn endaði með fjögurra marka sigri hins ósigraða Óla og félaga hans.

föstudagur, janúar 26, 2007

4.umf vonandi fáum við rematch

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Rosaleg spenna

a.lið Jón,Fúsi,Dabbi,Jói
b.lið Jörgen,Matti,Gunni,Óli


Já drengir það kom á daginn sem ég spáði eftir síðasta tíma að þessi umferð gæti orðið spennandi.Meira aðsegja svo spennandi að tölvan mín gaf sig við að skrifa pistilinn og þar sem ég er í fríi í vinnunni þá kemur pistillinn bara núna og ég sé til hvenær ég kemst í töflugerð.En leikurinn byrjaði ágætlega fyrir a.menn,þeir skora fyrstu þrjú mörkin og gamlingjarnir héldu sig nokkuð góða bara.En þeir hinummegin á vellinum voru ekki á því að gefast upp og komust inn í leikinn og byrjaði þá jójóið að rúlla upp og niður.Á tímabili fór allt inn hjá b og síðan a.Menn fóru að skora með því að setja í stöngina og bakið á mönnum og Jón skoraði 4 mörk með vinstri.Á tímabili voru b.liðar 3 yfir en í lokin náðu a.menn að komast einu yfir að mig minnir en b.menn jöfnuðu og síðan endaði leikurinn með sanngjörnu jafntefli og möguleikanum á frábærum rematch.Taflan breytist semsagt ekkert en ég vona að ég komist nú samt í að uppfæra hana fljótlega.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

3.umf Miklar hræringar á töflunni


Já mikið að gerast og næsta viðureign gæti orðið spennandi.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Lukkan getur verið merkileg

a.lið Jón,Fúsi,Óli,Gunni
b.lið Jói,Jörgen,Matti,Dabbi


Já það getur verið merkilegt hvernig dregst í lið.Drátturinn leit betur út á pappírunum fyrir a.liðið.Enda kom það líka á daginn.Leikurinn byrjaði með því að allt fór inn hjá a.mönnum en ekkert gekk hjá b.liðum.Áhorfandinn sem reyndar var í galla og kom meira aðsegja inná minntist eitthvað á 11-1 leikinn fræga þegar staðan var orðin 6-0 en þá kom Fúsi þeim til bjargar og gaf b.mönnum fyrsta markið þeirra.En þau urðu ekki mikið fleirri.Eftir 25 mínútur var leikurinn búinn með 10 marka sigri a.liðsins sem fór algjörlega á kostum bæði í vörn og sókn.

miðvikudagur, janúar 10, 2007

2.umf. Óbreytt staða að mestu


Já að sjálfsögðu eftir jafntefli þá breytist staðan lítið og Dabbi er enn í hópi efstu manna.

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Jafntefli er staðreynd

a.lið Jón, Jörgen,Óli,Gummi
b.lið Dabbi,Fúsi,Matti,Guðni

Já doublelaus fótbolti í kvöld þar sem Jói gat ekki verið minni maður en bróðir sinn og tjónaði liðþófa eins og hann.Vonum við að þeir komi sem fyrst aftur.Ekki að menn séu óánægðir með varamennina,langt í frá.Leikurinn var jafn allann tímann.Aðeins hallaði á b.liða til að byrja með og þá aðallega vegna óheppni þeirra sjálfra.Dabbi var duglegur að hjálpa a.liðum með nokkrum gjafaboltum og náðist á þessu tímabili fjögurra marka munur.En b menn svöruðu fyrir sig og þegar 25 mín. voru búnar þá var staðan jöfn og stuttu síðar komust þeir yfir.Eins og vanalega þegar unitedmennirnir eru með fer af stað klobbunar og vippkeppni ógurleg og dragast flestir leikmenn niður á þetta plan.Jörgen og Guðni vippuðu yfir hvorn annan og Jón klobbaði Matta ofl. í þeim dúr.En áfram með tímann a.liðar komust aftur í fjögur mörk og sáu fram á að geta stolið sigri en með hjálp Jörgens og að sjálfsögðu þeirra sjálfra komu b.liðar til baka og náðu að jafna stuttu fyrir lok tímans og við það sat.

miðvikudagur, janúar 03, 2007

1.umf.Dabbi í hópi efstu manna

Öryrkjabandalagið hafði ekki Óla og Púllarana

a.lið Dabbi,Jón,Matti,Óli
b.lið Jói,Jörgen,Gummi,Guðni


Já ég hefði nú ekki þorað að styggja vin minn Sigurstein Másson með þessu nafni á liðinu en það kemur frá þeim sjálfum.Í b.liðinu vor frændurnir eitthvað hnjaskaðir á hné og Gummao bandíspilari ekki í mikilli æfingu þannig að útlitið við skiptingu var þeim kannski ekki í hag í byrjun.En það var nú Júgóvitsinn sjálfur sem var ekki að pluma sig í byrjun og var ekki á skotskónum.Fyrsta markið var þó þeirra en síðan komu 5-6 í röð hjá a.liðum.Eftir það jafnaðist leikurinn og þegarJörgen skoraði fyrsta markið sitt eftir 18 mín. fór staðan að lagast fyrir b.liða(ekki það að það mark hafi opnað neinar flóðgáttir hjá Jörgen eða breytt gangi leiksins).Þegar hálftími var liðinn var munurinn orðinn 1 mark og hélst hann í kringum það þar til lítið var orðið eftir af leiknum.Þá fengu b.liðar á sig 2 klaufamörk í röð og endaði leikurinn með fjögurra marka mun a.liðinu í vil.