Á hverjum þriðjudegi skólaársins hittist föngulegur hópur ungra drengja í Réttarholtsskóla til að spila "fallega leikinn". Dregið er í lið og stig gefin fyrir árangur; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli og 0 stig fyrir tap.

föstudagur, mars 30, 2007

13.umf Óli sækir á Tækklarann


betra seint en aldrei

miðvikudagur, mars 28, 2007

Tækklarinn með tvö töp i röð

a.lið Dabbi,Gunni,Jón,Jörgen
b.lið Fúsi,Jói,Óli,Emil


Já þessi leikur var nokkuð jafn mestallan tímann.Vörn a.manna var betri til að byrja með og áttu gamlingjarnir í mestu vandræðum með Tækklarann og Gunna í markinu.Júgóvits og félagar sigu líka framúr í mestu rólegheitum og voru eftir 20 mín komnir í 5 marka forustu sem þeir héldu í nokkra stund.En eitthvað náðu þeir að stokka upp hjá sér og kannski nýr varamaður,Emil hafi verið einhvern tíma að komast inn í leikinn.Allavega þegar hann var kominn í markið þá fóru hlutirnir að gerast hjá b.mönnum.Þeir náðu að jafna og var leikurinn í járnum þar til lítið var eftir að a.liðar gáfu þeim tvö mörk og það voru þessi mörk sem skildu liðin að í lokin.

miðvikudagur, mars 21, 2007

12.umf Aðeins tveir með stig


Já einungis stig hjá Gunna og Dabba að þessu sinni.

Mikil veikindi skrýtinn tími

a.lið Jói,Jón,Jörgen,Konni
b.lið Dabbi,Gunni,Guðni,Viggi

Það vantaði þrjá fastamenn í þennan tíma og einn varamaðurinn tók upp á því að mæta tuttugu mínútum of seint og það eftir upphringingu!!!En tíminnn var annars frekar jafn að vísu svolítið kaflaskiptur b.liðar byrjuðu að skora 4 en a.menn jöfnuðu síðan að bragði og þannig gekk þessi tími.Um miðbik tímans gerðist það síðan að Tækklarinn var kallaður í símann og hafði dóttur hans tekist að bíta í rafmagnsvír.Tækklarinn og Viggi rafvirki róuðu konu Tækklarans í simanum og tíminn hélt áfram.eftir þetta seig á ógæfuhliðina hjá Tækklaranum og hans mönnum og endaði tíminn á þriggja marka sigri b.manna.Ekki er hægt að sleppa að segja frá þætti Jörgens í tímanum en átti þvílíkar bombur sem flestar rötuðu í netinu hjá Koeman.

miðvikudagur, mars 14, 2007

11.umf Allt opið nema á topp og botni




Já einungis 5 stig skilja að sæti 2 og 7.Spennandi deild í gangi.

þriðjudagur, mars 13, 2007

Öruggur sigur

a.lið Fúsi,Gunni,Jón,Jörgen
b.lið Dabbi,Jói,Matti,Óli


Eins og undanfarna tíma byrjaði Dabbi á því að skora og það tvö stórgóð mörk.Fyrstu tíu mínúturnar var b.liðið með boltann nánast allann tímann en samt var jafnt 3-3 merkilegt nokk.Á næstu tíu mín. komust a.menn í sjö marka forystu og hún hélt að mestu út tímann.Einhver vandræði voru hjá b.mönnum með vörnina og mörkin sem þeir fengu á sig voru mörg ódýr.Hins vegar voru þeir að skora ágætismörk nett skot og fínir krossar.Áhorfandanum fannst áberandi flottast mark hjá Jóa og Óla, löng sending upp völlin og skalli í netið.Einnig átti Jói gott mark þar sem hann plataði Tækklarann og setti boltann út við stöng hjá bróður sínum.En einmitt út af lekri vörninni náðu a.liðar tíunni þegar tólf mín. lifðu af tímanum og var það verðskuldað.Það verður að viðurkennast að skiptingin gat nú ekki verið mikið ef þá nokkuð ójafnari miðað við möguleikana að þessu sinni.

miðvikudagur, mars 07, 2007

10.umf Jói tekur Gunna á mætingunni

Líf og fjör

a.lið Jón,Fúsi,Jói,óli
b.lið Gunni,Matti,Dabbi,Jörgen

Já það var líf og fjör í þessum tíma.Dabbi startaði skorinu með snilldar sólun og neglingu.Koeman var að horfa á og að sjálfsögðu litaði það tímann mikið þ.e. vippu keppnin hófst semsagt fljótlega og stóð út tímann.Öldungarnir komust fljótt yfir og héldu því af hörku.töluverð barátta var í tímanum og fór svo að Fúsi sparkaði í Dabba og meiddust báðir og kom þá Koeman inná en mér til mikillar furðu kom hann inná fyrir Gunna!!! Lék hann síðann á alls oddi og vippað yfir Fúsa og átti glæsilegan vippuskalla yfir Tækklarann.Eitt af mörkum kvöldsins var nú þegar Jóa tókst að vippa yfir sjálfan sig og það nánast á marklínu.Við innkomu Koemans lifnaði yfir leik b.manna og tókst þeim að minnka forskot a.liðsins úr fimm í tvö mörk en lengra komust þeir ekki og a.menn unnu með sjö mörkum.Eftirtektarvert var hvað Dabbi var öflugur í tímanum,átti spretti bæði í byrjun og í lokinn og skilst mér að hann þakki það American Style ferð í hádeginu.Við vitum semsagt hvað hann gerir næsta þriðjudag.